Í þessari viku sjá 1. bekkingar um flutning á samverustundum í upphafi skóladags. Það er heilmikið mál að koma fram fyrir stóran hóp í fyrsta skipti en þau standa sig með miklum sóma. Hópurinn tilbúinn að kynna sig. Hópmynd af 1. bekk ásamt Höllu kennara.
Í vor sótti Hrafnagilsskóli um Grænfánann en það er viðurkenning sem Landvernd veitir þeim skólum sem uppfylla ákveðin skilyrði í umhverfisvernd. Í síðustu viku heimsóttu okkur þau Orri Páll og Gerður frá Landvernd og gerðu úttekt á því sem við höfum unnið að í umhverfismálum. Í [Meira...]
3. – 6. október verður frí hjá nemendum í grunnskóladeild Hrafnagilsskóla. Starfsfólk fer í skoðunarferð til Minneapolis þessa daga og heimsækir þar skóla og kynnir sér skólastarf.
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2011-2012 verður haldinn fimmtudagskvöldið 29. september næstkomandi kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Aníta Jónsdóttir kennari og námsráðgjafi flytja erindi um jákvæðan aga. Við minnum á að foreldrar og forráðamenn allra barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í [Meira...]
Mánudaginn 26. september mættu nemendur í veiðivali fyrir allar aldir til að hefja veiði í Eyjafjarðará. Veiðidagurinn er eitt af verkefnum annarinnar en undanfarnar vikur hafa nemendur m.a. æft fluguköst í íþróttasalnum til að undirbúa sig. Veiðin hófst niður við ósa árinnar og svo færðu þeir [Meira...]
Vakin er athygli á því að vetrarfrí verður í skólanum dagana 3. – 6. október n.k. Kennsla hefst að nýju föstudaginn 7. okt. skv. stundaskrá.
