Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Þennan sama dag afhendir fulltrúi frá Landvernd skólanum Grænfánann. Fáninn verður dreginn að húni kl. 13:00 sunnan skólans. Skemmtun hefst í íþróttahúsinu kl. 13:20 og stendur til kl. 15:00. Skólabílar aka heim að skemmtun [Meira...]
Að tillögu verkefnahóps sem skipaður er fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis verður 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og munu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrita sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. [Meira...]
Nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk í Hrafnagilsskóla s.l. vor ákváðu að gefa afganginn af ferðasjóði sínum til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi. Upphæðin, kr. 274.526, var lögð inn á reikning félagsins fyrir nokkrum dögum. Hópurinn var öflugur í fjáröfluninni og þau gátu gefið þessa [Meira...]
Miðvikudaginn 2. nóvember fá nemendur í 1. og 2. bekk að fara með leikskólabörnunum og sjá leikbrúðusýninguna Gilitrutt í flutningi Brúðuheima. Þau eiga von góðri skemmtun því leikbrúðumeistarinn Bernd er mjög fundvís á skemmtilegar útfærslur og einstakur hagleiksmaður þegar kemur að því að skapa brúðurnar og [Meira...]
Áætluð heimkoma nemenda 7. bekkjar frá Reykjum er um kl. 15 í dag.
Nú er sundkennslu lokið á haustönn í 1. og 2. bekk. Frá og með næstu viku verða kenndar íþróttir í íþróttasal í þeim tímum sem merktir eru sundi á stundaskrá hjá þessum bekkjum. Sundkennslan hefst svo aftur í vor með hækkandi sól og hlýnandi veðri.
