10. bekkur Hrafnagilsskóla heldur bingó í Laugarborg þriðjudaginn 6. des. kl. 20.00. Margir góðir vinningar. Vöfflu- og kaffisala í hléinu. Bingóið er liður í fjáröflun vegna vorferðalags tíunda bekkjar. Þökkum fyrirtækjum góðan stuðning. Allir velkomnir. Nemendur í 10. bekk
Það er sama hvernig viðrar; alltaf er farið í útkennslu þegar hún er á stundaskránni. Hér má sjá glaða 4. bekkinga undirbúa ferð í Aldísarlund þar sem þau viðuðu að sér efni í verkefni sem vinna á í desember.
Undanfarnar vikur hafa nokkrir félagsmenn í Félagi eldri borgara setið námskeið um tölvunotkun hjá Hans R. Snorrasyni kennara skólans. Það er augljóst að áhuginn og snerpan er ekki síðri hjá þeim en hinum sem yngri eru.
16. nóvember fékk Hrafnagilsskóli Grænfánann afhentan í 1. sinn og var hann dreginn að húni í upphafi hátíðarhalda skólans í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur í umhverfisráði skólans komu með fánann í skrúðgöngu suður á skólalóðina þar sem aðrir nemendur, starfsfólk og gestir biðu eftir [Meira...]
ISLEX sem er íslenskt-norræn orðabók á netinu með íslensku sem grunntungumál og þýðingum á sænsku, norsku og dönsku var opnuð á degi íslenskrar tungu. Uppflettiorð í bókinni eru 50.000. ISLEX er aðgengileg á síðunni www.islex.hi.is.
Eldri nemendur í kór Hrafnagilsskóla koma fram á hátíð sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri kl. 17:00 16. nóvember, sjá nánar á meðfylgjandi auglýsingu. Auglýsing - Veggspjald
