Á morgun er ráðgert að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall með alla nemendur skólans. Farið verður frá skólanum kl. 8:30 að loknu „manntali” og lagt af stað heim aftur kl. 14:00. Hægt er að leigja skíði og bretti í Skíðaþjónustunni við Fjölnisgötu (kostar 2000 kr.) eða [Meira...]
Vetrarfrí verður í skólanum dagana 22.-24. febrúar. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 27. febrúar.
Stóra upplestrarkeppnin fór fram 15.febrúar síðastliðinn. Þá lásu allir nemendur 7. bekkjar upp ljóð að eigin vali og brot úr sögu Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Gallsteinar afa Gissa. Dómnefndar, sem skipuð var Sveini á Vatnsenda, Leifi í Klauf og Maríu tónmenntakennara, beið erfitt verk að skera úr [Meira...]
Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 21. febrúar 2012 frá kl. 13:30-16:00. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; - pítsusneið 300 kr. - gos 200 [Meira...]
Í morgun fengu nemendur í 8. – 10. bekk Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna í heimsókn. Hún sagði þeim t.d. frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar eiga aðild að og fræddi þau stuttlega um helstu réttindi barna og ungmenna. Þá benti hún þeim líka á að [Meira...]
Árshátíð unglingastigs var haldin á föstudaginn og tókst mjög vel. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýndu söngleikinn Stríðið um Trójuborg í þýðingu Örnu Ýrar Karelsdóttur 9. bekk. Kennarar á unglingastigi sáu um leikstjórn og Birgir Arason var tónlistarstjóri. Auk þess að leika, syngja og [Meira...]
