Dagana 3.-4. maí verða undanúrslit í BEST stærðfræðikeppninni. Keppnin er á landsvísu fyrir 9. bekk og 15 skólar komust í undanúrslitin af 49 sem tóku þátt. Það verðum við á meðal með öflugt lið og spennandi verður að fylgjast með undirbúningi. Tveir piltar og tvær stúlkur [Meira...]
Lokaæfing á leikritinu um Línu langsokk var í morgun. Sýningin tóks vel og stóðu krakkarnir sig með prýði. Árshátíðin verður svo í kvöld kl. 20.00. Línurnar níu og Níels
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 22. mars n.k. og hefst kl. 20:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna leikritið um Línu langsokk eftir barnabókarhöfundinn Astrid Lindgren. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín Halldórsdóttir mun stjórna dansi eins [Meira...]
í gær var haldin sýning á samstarfsverkefni nemenda í 1. bekk og 5 ára barna í Hrafnagilsskóla. Verkefni er unnið samkvæmt söguaðferðinni og fjallar um lífið í sjó og á og tengist einnig umhverfisvernd. Það hefur staðið yfir síðan í lok janúar og á þeim tíma [Meira...]
Síðastliðinn þriðjudag fórum við í skemmtilega skíða- og útvistarferð í Hlíðarfjall. Margir voru að stíga sín fyrstu spor á skíðum og brettum en aðrir eru þaulvanir. Svo má líka renna sér á sleðum og nýuppfundnum faratækjum eins og snjóhjóli (snowmoto). Meðfylgjandi svipmyndir lýsa ánægju og gleði [Meira...]
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 8. mars. Keppendur voru átta frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla. Fulltrúar okkar í keppninni voru Freydís Erna Guðmundsdóttir og Kristín Brynjarsdóttir. Úrslitin urðu þau að Guðni Sigþórsson Grenivíkurskóla bar sigur úr bítum, Þorri Starrason Valsárskóla varð annar [Meira...]
