Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Þrekmeistarinn 2012

18.apríl 2012|

Í dag fór fram keppni hjá nemendum á miðstigi í þrekæfingum sem nefnist Þrekmeistarinn. Farið er í gegnum þrautabraut með 7 stöðvum og tíminn tekinn. Mikil og almenn þátttaka var og skemmtu nemendur sér hið besta. Hér fylgja nokkrar myndir frá mótinu.

Tóbakslaus bekkur

18.apríl 2012|

Nemendur í 7. bekk Hrafnagilsskóla eru tóbakslaus bekkur og vinna nú að þátttöku í samkeppni sem Lýðheilsustofnun efnir til árlega  í tengslum við þetta verkefni. Krakkarnir ætla að gera stuttmynd og senda inn í keppnina og eru þessa dagana að vinna að handritsgerð og upplýsingaöflun um [Meira...]

Origami-blóm

29.mars 2012|

Nemendur á yngsta stigi hafa að undanförnu pófað sig áfram með origami-brot og hafa gert fugla, óróa og blóm. Nemendur 4. bekkjar gerðu blómvendi í dag og eru myndirnar af þeim hér að neðan.

SAFT – netöryggi

28.mars 2012|

 Í gær fengu nemendur á miðstigi heimsókn frá SAFT sem stendur fyrir - Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Auk kynningar á öruggri netnotkun var sett upp þátttökuleikhús þar sem nemendur léku aðstæður sem geta komið upp [Meira...]

Danssýning 1.–5. bekkjar

26.mars 2012|

Fimmtudaginn 29. mars verður danssýning í íþróttasalnum kl. 12:40 – 13:20. Þar sýna að þessu sinni nemendur í 1. – 5. bekk sem eru að ljúka dansnámskeiði á þessu skólaári. Foreldrar og aðrir ættingjar eru velkomnir.

Go to Top