Í dag var haldin danssýning í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Nemendur 5.-10. bekkjar sýndu hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Nemendur sýndu ýmsa dansa sem þeir hafa æft síðustu vikur og stóðu sig með sóma. Eins og alltaf mættu fjölmargir áhorfendur til að fylgjast með sýningunni og styðja við nemendur.
Elín Halldórsdóttir hefur séð um danskennslu við skólann síðan haustið 2001, eða í 24 ár.



























