Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Við óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöður frá og með 1. ágúst 2025.

Umsjónarkennari á mið- eða unglingastigi
Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir kennara sem er faglegur og sjálfstæður í vinnubrögðum, kveikir áhuga nemenda og sýnir góðvild og festu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
  • Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
  • Vinnur í samvinnu við kennara og starfsfólk.
  • Æskilegt er að hafa reynslu og færni af teymisvinnu.
  • Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum við nemendur og foreldra.
  • Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hefur áhuga á kennslu og að vinna með börnum og unglingum.
  • Hefur gott orðspor og krafa er gerð um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu.

Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Starfsfólk í frístund
Starfsfólk í frístund í hlutastarf. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Starfsfólk starfar með forstöðumanni frístundar og er í góðu samstarfi við foreldra og starfsfólk skólans. 

Leitað er eftir starfsfólki sem:

  • Hefur reynslu af starfi með börnum.
  • Sýnir metnað í starfi.
  • Er fært og lipurt í samskiptum.
  • Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
  • Hefur gott orðspor og gerð er krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu.

 

Skólaliði
Skólaliði í 75% starf en getur einnig starfað í frístund óski viðkomandi eftir 100% starfi. 

Leitað er eftir starfsfólki sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Er fært og lipurt í samskiptum.
  • Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.

Upplýsingar veita skólastjórnendur; Ólöf Ása Benediktsdóttir og Björk Sigurðardóttir í síma 464-8100. Sótt er um störfin með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; asa@krummi.is eða bjork@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025.