Við Hrafnagilsskóla starfar Margrét Rós Sigurðardóttir iðjuþjálfi.

Fagþekking iðjuþjálfa nýtist vel í starfi grunnskólanna. Iðja nemandans og hlutverkið nemandi í skólanum er t.d. að vera vinur, taka þátt í skólastarfinu, leika í frímínútum, borða hádeigismat, lesa, reikna, skrifa, fara í íþróttir, sund o.fl. Það er því eitt að hlutverkum iðjuþjálfa að vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum.

Iðjuþjálfi leggur áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Hann sinnir m.a. mati, þjálfun og kennslu nemenda.

Unnið er með valdeflingu, áhuga og styrkleika nemenda einnig vanamynstur með því að búa til rútínur, félagsfærni, þátttöku,  gróf- og fínhreyfiffærni og skýnúrvinnsluvanda. Sem dæmi um skynúrvinnsuvanda þá eru grunnskólabörn með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Með því að aðlaga umhverfið t.d. skólastofuna að þörfum barnsins er hægt að draga úr vanlíðan sem oft brýst út í ákveðinni hegðun.

Iðjuþjálfi hjálpar einnig börnum að takast á við sálfræðilega örðuleika s.s. hegðunarörðuleika af ýmsum toga og tilfinningalegar áskoranir.

Iðjuþjálfi er huti af stoðteymi skólans og hann veitir starfsfóki og aðstandendum stunðning, ráðgjöf og fræðslu.

 

Margrét Rós Sigurðardóttir,
iðjuþjálfi við Hrafnagilsskóla
Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri
464-8100 / margretros@krummi.is