Um miðjan október kom 1. bekkur fram í fyrsta skipti á samverustundum. Þetta var stór stund fyrir börnin og þau sýndu hugrekki og sjálfstraust þegar þau kynntu sig fyrir öllum, bæði nemendum, kennurum, starfsfólki og foreldrum.
Hvert og eitt barn fékk tækifæri til að segja frá sér, deila því sem þeim finnst fyndið og ekki síst segja frá draumastarfinu sínu. Sumir vildu verða lögreglumenn, aðrir snyrtifræðingar, gíraffa temjarar og smiðir. Það var alveg yndislegt að heyra hvað þau láta hugann reika og hversu óhrædd þau eru við að láta sig dreyma stóra drauma.
Það var mikið hlegið þegar að börnin sögðu frá því sem þeim finnst fyndið og þar kom í ljós að margir pabbar eru miklir sprellikarlar.
Við erum ótrúlega stolt af nemendum í 1. bekk og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og þroskast í gegnum skólann. Við eigum eftir að sjá margt spennandi frá þessum hugrökku og hæfileikaríku börnum.
Takk fyrir skemmtilega og eftirminnilega samverustund kæri 1. bekkur!