Hyldýpi sendi fríðan flokk unglinga á undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, síðast liðinn föstudag. Var keppnin haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
26 unglingar fóru úr Hyldýpi ásamt tveimur starfsmönnum. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir tók þátt í í keppninni fyrir hönd Hyldýpis, komst ekki áfram að þessu sinni en sýndi áræðni og hugrekki þar sem hún söng lagið Vienna með Billy Joel.
Eftir keppnina var haldið ball fram eftir kvöldi og það voru þreyttir en glaðir krakkar sem snéru heim á föstudagskvöldið, félagsmiðstöð sinni til sóma á allan hátt að sögn Sunnu Bjargar Valsdóttur umsjónarmanns Hyldýpis.