Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 4. mars milli kl. 13:00-15:30. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni.

Sjoppan verður opin og nemendur í 10. bekk selja þar pítsur, sælgæti, gos, safa og kókómjólk. Þeir sem ætla að kaupa í sjoppunni verða að muna að koma með peninga að heiman. 🙂

Dæmi um verð í sjoppunni;

  • pítsusneið 600 kr.
  • gos 300 kr.
  • safi/kókómjólk 300 kr.
  • súkkulaðistykki á bilinu 50-150 kr.
  • jarðaberjasælgæti 200 kr.
  • mentos 200 kr.
  • sleikipinni 50 kr.

Hægt verður taka þátt í söngliðakeppni, fara til spákonu, í draugaherbergi og á fleiri skemmtilegar stöðvar. Nemendum yngsta stigs verður boðið upp á einfalda andlitsmálningu og hárgreiðslu óski þeir þess. Allir nemendur eru hvattir til að mæta í búningum og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Veittar verða viðurkenningar fyrir söng og búninga sem skara fram úr.

Að sjálfsögðu er foreldrum velkomið að koma og líta á dýrðina.

Frí verður í skólanum á öskudag og vetrarfrí dagana 6. og 7. mars, nemendur mæta síðan í skólann mánudaginn 10. mars. Það skal tekið fram að engin frístund verður á öskudag og vetrarfrís dagana tvo en þeir sem skráðir eru í frístund á þriðjudögum eiga þess kost að vera til kl. 16:00, eftir skemmtunina. Við biðjum foreldra og forráðamenn þeirra barna að láta vita í skólann hvort börnin þeirra mæti í frístundina þennan hálftíma.