Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi verður árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Nemendur völdu að gera stuttmynd þar sem ekki er hægt að halda hefðbundna sýningu sökum samkomutakmarkana. Stuttmyndin er byggð á myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (sem gerist að hluta til á Húsavík og skartar Will Ferrell og Racher McAdams í aðalhlutverkum) en stuttmynd miðstigsins fékk nafnið Hrafnagilsvision: Eldsaga.

Allir nemendur miðstigs taka þátt í myndinni því auk þess að leika, dansa og syngja sjá nemendur miðstigs um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá, allar upptökur og tæknivinnu.

Nemendur miðstigs bjóða til sölu ,,heimabíópakka” sem inniheldur slóð á stuttmyndina, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu á  nanna@krummi.is fyrir þriðjudaginn 9. febrúar. Hægt er að horfa á stuttmyndina út febrúarmánuð. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur miðstigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð, Reykjaskólaferð, dagsferð nemenda í 4. bekk og fleira skemmtilegt.

 

Við þökkum stuðninginn,
nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla