Í ár ætlum við að breyta til og hafa sameiginlegt jólaföndur og jólakortagerð fyrir alla nemendur skólans, laugardaginn 29. nóv. kl. 11-14, nemendur unglingastigs eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Nokkrar föndurstöðvar verða í kennslustofum yngsta og miðstigs. Fjölbreytt föndurefni verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi, kort verða líka seld á staðnum gegn vægu gjaldi, en gott er að grípa með sér skraut, skæri og lím. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti er vel þegið að heiman.
Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum og hverju öðru.
Jólakveðja frá bekkjarfulltrúum og stjórn foreldrafélagsins.