Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2012-2013 verður haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 10. október kl. 20. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur í félagið verða kynntir og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Því næst mun Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur og kennari flytja erindi um viðhorf og fordóma. Fjallað verður sérstaklega um fordóma gagnvart ýmsum minnihlutahópum í samfélaginu sem birtast í daglegu skólastarfi. Það á m.a. við um samkynhneigð, fólk af erlendum uppruna og fatlaða. Einnig verður talað um mismunandi birtingarmyndir fordóma sem geta verið ýmsar. Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund. Í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla