Í tilefni af Degi íslenskrar tungu og í framhaldi af þemadögum í Hrafnagilsskóla verður haldin hátíð föstudaginn 15. nóvember. Hún hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Flutt verða atriði í tali og tónum sem tengjast þemanu sem að þessu sinni er eldur og ís. Nemendur í tónlistarnámi koma að dagskránni og formlegur undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hefst með því að nemendur 7. bekkjar lesa ljóð eftir Þórarin Eldjárn.
Nú stendur fjáröflun 10. bekkinga sem hæst en þeir standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 700 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.400 kr.
Nemendur 10. bekkjar munu einnig selja vörur sem tilvalið er að setja í jólapakkann. Má þar nefna;
- ilmkerti.
- fjölnota bökunarpappír.
- endurskinsborða og lítil vasaljós.
- nafnmerkt handklæði (teknar niður pantanir).
Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins en athugið að enginn posi er á staðnum.
Allir hjartanlega velkomnir.