Föstudaginn 8. nóvember var haldin glæsileg danssýning í íþróttasalnum undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Þar sýndu nemendur í 5. – 10. bekk dansa sem þeir hafa verið að æfa í haust. Gaman var að sjá hversu vel nemendur stóðu sig og margir sigrar unnir. Þarna eru greinilega liðtækir einstaklingar á dansgólfið á þorrablótum framtíðarinnar.
Eftir áramót hefst danskennsla hjá nemendum í 1.- 4. bekk sem lýkur einnig með danssýningu.