Síðasti skóladagur nemenda verður föstudaginn 31. maí. Þann dag er stefnt að því að vera sem mest utandyra og endað á sameiginlegri samverustund í Aldísarlundi klukkan 11:20 og grilli í Ungmennafélagsreitnum þar á eftir. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að koma og vera með okkur en ekki er gert ráð fyrir gestum í matinn. Þennan dag keyra skólabílar heim klukkan 13:00 en frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.
Mánudaginn 3. júní er starfsdagur en skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu um kvöldið klukkan 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Eftir skólaslit eru nemendur komnir í sumarfrí en skóli verður settur á ný fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:00.