Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. mars frá klukkan 13:00—15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um lífið á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla og ,,stórsveit 4. bekkinga“ er með tónlistaratriði.
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn á grunnskólaaldri og þá sem yngri eru. Veitingar eru innifaldar í verði. Allur ágóði af miðasölu rennur til nemenda, bæði í lyftugjöld í skíðaferð og til að greiða fyrir dagsferð 4. bekkinga. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni og frístund er opin milli kl. 15:00 og 16:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla