Nemendur 6. bekkjar fræddust um hinn 11 ára og bráðduglega Atla Svavarsson sem hefur vakið mikla athygli fyrir dugnað sinn í að tína rusl. Forseti Íslands hefur meðal annars sent honum þakkarbréf fyrir dugnaðinn. Eftir smá umfjöllun um þennan magnaða pilt ákváðu nemendur að fara upp í skógarreitinn okkar, Aldísarlund og hreinsa svæðið. Mikill hugur og kraftur var í krökkunum og tíndu þeir mikið af rusli. Sjáanlegur munur var á svæðinu fyrir og eftir tínslu. Þarna sýndu nemendurnir í verki það sem hinn ungi drengur, Atli Svavarsson, sagði að ef hver og einn leggur eitthvað af mörkum og allir eru með þá er allt hægt.