Síðastliðinn mánudag fóru Hreiðar Hreiðarsson og Mikael Gestsson, nemendur í 9. bekk, ásamt kennurum sínum í Lundarskóla á Akureyri til að keppa í Legó sumo. Legó Sumo-keppni byggir á því að ýta farartæki andstæðingsins út fyrir hringlaga keppnissvæðið. Sex lið frá þremur skólum kepptu og var keppninni skipt í tvo flokka, annars vegar með fjarstýrðum fararækjum og hins vegar með forrituðum farartækjum. Óhætt er að segja að mikil stemning hafi myndast og skemmtilegur andi. Drengirnir okkar stóðu sig vel og sigruðu í flokki forritanlegra farartækja og höfnuðu í 3. sæti í flokki fjarstýrðra farartækja.
Hér að neðan má sjá myndskeið frá keppninni.