Miðvikudadaginn 20. desember eru litlu jólin í Hrafnagilsskóla milli kl. 10:00-12:00.
Á litlu jólunum höfum við þann háttinn á að 1.-7. bekkingar hittast í heimastofum og fara með kennara í íþróttasalinn. Nemendur 4. bekkjar flytja helgileik og allir ganga í kringum jólatré. Hver veit nema skrítnir karlar í rauðum fötum láti sjá sig. Að því loknu á hver bekkur notalega stund í heimstofu með umsjónarkennara.
Unglingastigið byrjar á heimsókn í kirkju þar sem nemendur flytja sögu eða ljóð og tónlistaratriði. Að því loknu hittist hver bekkur með sínum kennara í heimastofu.
Eins og áður sagði lýkur skóla um kl. 12:00 þennan dag og skólabílar keyra heim. Frístund er lokuð frá og með 20. desember til og með 2. janúar 2017.
Starfsdagur verður 2. janúar en nemendur mæta miðvikudaginn 3. janúar. Þá er venjulegur skóladagur hjá nemendum á yngsta og miðstigi en foreldraviðtöl hjá nemendum á unglingastigi. Kennarar senda tímasetningar í þessari viku. Foreldrarviðtöl nemenda í 1.-7. bekk verða miðvikudaginn 24. janúar. Þessi breyting er tilkomin vegna lestrarprófa sem fara nú fram hjá öllum nemendum á landinu í janúar og vilja umsjónarkennarar hafa sem réttasta stöðu nemenda í lestri þegar þeir hitta foreldra og nemendur. Vitnisburðablöð berast nemendum á miðstigi og unglingastigi með póstinum á milli jóla og áramóta en yngstu nemendurnir fá sinn vitnisburð afhentan í skólanum seinna í janúar.
Við óskum ykkur góðra og gleðilegra jóla með þakklæti fyrir samstarfið á árinu,
starfsfólk Hrafnagilsskóla