Mánudaginn 20. febrúar var Upplestrarhátíð Hrafnagilsskóla haldin á bókasafninu en á hverju ári æfa nemendur 7. bekkjar sig í upplestri frá Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og fram að hátíðinni. Valdir voru tveir aðal fulltrúar og tveir varamenn og voru það að þessu sinni Hildur Marín og Anna Hlín en varamenn Járnbrá Karítas og Sigrún Margrét. Fulltrúar Hrafnagilsskóla spreyta sig á Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Valsárskóla mánudaginn 27. febrúar.
Í dómnefnd voru að þessu sinni Sveinn Sigmundsson, Björk Sigurðardóttir og Margrét B. Aradóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina.