Þriðjudaginn 14. febrúar kom Hrafnagilsskóli við sögu í þættinum, Að Norðan, á sjónvarpsstöðinni N4. Nemendur 6. bekkjar voru í útikennslu hjá Höddu smíðakennara. Við erum afskaplega stolt af útikennslunni í skólanum og aðstöðunni í Aldísarlundi og gaman að fjölmiðlar sýni skólanum áhuga. Hér er að finna slóðina til að nálgast þáttinn.
http://http://www.n4.is/is/thaettir/file/utikennsla-a-hrafnagili-i-eyjafjardarsveit