Síðustu daga hefur hópur nemenda á unglingastigi ásamt Heiðari Ríkharðssyni kennara staðið fyrir flöskuflippkeppni.

Í öllum bekkjum og meðal starfsfólks fór fram útsláttarkeppni og eftir stóðu kóngur og drottning í hverjum hópi nema í 4. bekk, þar sem enga drottningu er að finna.
Föstudaginn 4. nóvember var síðan haldin úrslitakeppni meðal allra kónga og drottninga í skólanum. Meistarar í flöskuflippi fengu veglegar gjafir í verðlaun.
Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu keppni og þökkum við Heiðari og krökkunum kærlega fyrir þetta skemmtilega framtak.