Kennarar við Hrafnagilsskóla hafa kortlagt læsiskennslu vetrarins og eru nú í óða önn að búa til tímaás fyrir þetta skólaár. Litið er á læsi frá mörgum sjónarhornum, til viðbótar við hefðbundinn lestur er m.a. unnið með myndlæsi, tilfinningalæsi, fjölmiðlalæsi og samskiptalæsi. Í vikunni funduðu kennarar og skráðu á tímaásinn lestrarhvetjandi aðgerðir og meðfylgjandi eru myndir af þeim fundi.