Þann 28. september fékk Hans Rúnar Snorrason gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir verkefnið e-Window sem hann stóð fyrir ásamt nemendum á unglingastigi. Auk Hrafnagilsskóla tóku fjórir skólar þátt í verkefninu og eru þeir í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Verkefnið fólst í því að kynna og kynnast einföldum hlutum í umhverfi þátttakenda. Þeir hit
eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk. Þar er hægt með hjálp upplýsingartækni að taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum svo nokkuð sé nefnt.