Miðvikudaginn 25. maí var UNICEF-dagurinn í Hrafnagilsskóla en þann dag leysa nemendur ýmiss konar þrautir á skólalóðinni. Nemendur leituðu til aðstandenda með áheit og samtals söfnuðust 185.988 krónur. Þessi upphæð hefur þegar verið lögð inn á reikning samtakanna. Ef einhver umslög leynast enn heima er hægt að millifæra á reikning 701-26-102010, kt. 481203-5950.
Peningarnir nýtast vel fyrir börn á flótta vegna stríðsins í Sýrlandi og í innanlandsstarf UNICEF á Íslandi.