Föstudaginn 3. júní var síðasti skóladagur nemenda í Hrafnagilsskóla. Þann dag tóku nemendur til í stofum, kepptu við starfsfólk í fótbolta og fóru í alls konar leiki á skólalóðinni. Að lokum var sameiginleg samverustund í Aldísarlundi og grillað á flötinni neðan við skóginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var dagurinn afar vel heppnaður og veðrið lék við alla.