Í vetur starfaði hópur kennara í fagteymi um læsi í Hrafnagilsskóla og er það liður í vinnu við Þjóðarsáttmála um læsi. Afrakstur þeirrar vinnu er meðal annars þrjú myndbönd sem sjá má hér á heimasíðunni. Markmiðið var þríþætt, að segja frá lestrarnámi nemenda í skólanum, benda á hugmyndir fyrir heimilin og að draga saman mikilvægar staðreyndir um læsi. Slagorð Hrafnagilsskóla um læsi er LESTUR ALLA DAGA!