Sú skemmtilega hefð hefur skapast á unglingastigi að halda spurningakeppnina ,,Gettu betur“ á síðasta kennsludegi fyrir páskaleyfi. Þrír fulltrúar frá hverjum bekk á unglingastigi spreyta sig á hraðaspurningum, látbragðsleik, bjölluspurningum og vísbendingaspurningum. Að þessu sinni unnu nemendur í 9. bekk þau Fannar Smári Sindrason, Kolbrá Brynjarsdóttir og Oddur Hrafnkell Daníelsson, í öðru sæti urðu Halldóra Snorradóttir, Jóhann Bjarki Salvarsson og Katrín Sigurðardóttir nemendur í 10. bekk og í þriðja sæti urðu áttundu bekkingarnir Aldís Lilja Sigurðardóttir, Birta Rún Randversdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir.