Allir nemendur Hrafnagilsskóla fá 12 danstíma á hverjum vetri. Elín Halldórsdóttir, danskennari, sér um kennsluna og nú í vikunni lauk kennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk og elsta árgangi leikskólans Krummakots.
Í lok hverrar kennslulotu er foreldrum og forráðmönnum boðið á danssýningu þar sem nemendur sýna brot af því sem þeir hafa lært. Eins og alltaf stóðu nemendur sig vel og gaman er að sjá hvað þeim fer mikið fram á milli ára.