10924710_513373025472430_1905422812869161237_nHrafnagilsskóli er sveitaskóli. Í honum starfar vel menntað og gott starfsfólk. Skólar verða ekki góðir nema með góðu starfsfólki, kennurum, stjórnendum og skólaliðum. Í skólanum eru um 150 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Strax við upphaf skólagöngu nemenda er þeim kennt fyrir utan almennt námsefni að koma fram og tjá sig. Þetta finnst mér skipta mjög miklu máli fyrir framtíð barnanna og stöðu skólans. En auðvitað er alltaf hægt að bæta skólastarfið.

Eitt af því sem mér finnst að skólinn ætti að bæta er aðgengi fólks í hjólastólum. Tökum dæmi, ef nemandi úr 5 bekk væri í hjólastól  og ætlaði á bókasafnið eða í tölvutíma. Þá þarf hann að fara út um bakdyrnar hjá sundlauginni inn á bílastæði starfsfólks og niður halla að inngangi unglingastigs og þar yfir tvo háa járnþröskulda. Fyrst eftir þessar torfærur getur hann farið þangað sem hann ætlaði sér. Skoðum þetta síðan þegar veturinn er gengin í garð. Á bílastæði starfsfólksins á veturna myndast oftast mikil hálka. Þó að sandi sé dreift eða salti á bílastæðið þá hjálpar það ekki nóg til þess að það sé öruggt fyrir hjólastóla. Að sjálfsögðu á að vera lyfta niður í kjallara fyrir fólk í hjólastólum og hreyfihamlað fólk. Þessi lyfta gæti verið staðsett þar sem gömlu klósettinn eru hjá stiganum. Það mundi þýða að það þyrfti að taka pláss af  aðstöðu sundlaugarinnar og/eða áhaldageymslu íþróttahússins.

Annað sem mér finnst er að byggja ætti við skólann því unglingarstig er beint undir íþróttasalnum. Alltaf þegar það er íþróttartími heyrist það niður þegar krakkarnir hlaupa og ærslast. Þetta truflar oft kennslu og tekur einbeitinguna af okkur á unglingastigi. Ef skólinn myndi byggja við fyrir unglingastigið þá væri hægt að nota kjalarann sem smíðastofu því það er hvor sem er alltaf hávaði í tækjunum og það væri mun þægilegar að hafa allt undir sama þaki. Síðan væri líka hægt að nýta einhverja stofuna í textíl og tónmenntastofu.  

Þriðja sem mér þætti vænt um að skólinn myndi auka við í kennslu eru fleiri verklegar greinar. Er ekki alltaf verið að tala um að það vanti fleiri tæknimenntaða í samfélagið okkar? Hvernig væri að reyna að vekja áhuga barnana á iðnnámi til dæmis. Það væri hægt að reyna að fletta stærðfræðina inn í verklegar greinar og þá geta krakkarnir séð hagnýti stærðfræðinnar.    

Ég er mjög ánægður að vera í Hrafnagilsskóla því þetta er góður skóli. En auðvitað er alltaf hægt að bæta eitthvað til dæmis aðgengi fyrir börn í hjólastólum. Skólinn getur leyst það með lyftu niður á unglingastig og taka of háa hurðarkarma. Svo gæti skólinn líka bætt við fleiri verklegum greinum í námið og ef peningar leyfa að byggja við skólann svo við unglingarnir þurfum ekki að truflast af íþróttar kennslu upp í sal. Annars held ég að nemendur hafa gott veganesti inn í lífið þegar þeir útskrifast úr Hrafnagilsskóla.

 

Ísak Godsk Rögnvaldsson

  1. bekk