ÞórdísBirtaÉg ætla að fjalla um góð samskipti á milli starfólks Hrafnagilskóla og nemanda, enda finnst mér mikilvægt að framkoman sé góð og sanngjörn.

Starfsfólk skólans er oft gott í samskiptum en auðvitað þarf sumt fólk að bæta sig í samskiptum og er skólinn ekki fullkominn að því leiti. Mér finnst að starfsfólk skólans mætti hrósa nemendum meira því ef maður fær hrós þá leggur maður sig betur fram og manni líður miklu betur.

Það eru til margar leiðir til að hafa góð samskipti og oft hugsar fólk ekki áður en það talar við börn eða unglinga um hvort það myndu segja þetta sama við fullorðið fólk. Ef starfsfólk myndi ekki segja þetta við fullorðna manneskju þá ætti ekki að segja börnum það sama. Það er sérstaklega ekki gaman þegar fólk talar barnalega við mann og eins og maður geti ekki skilið það sem manneskjan myndi segja við fullorðna manneskju.

    Til að bæta samskipti þá nægir oft bara að brosa og það er alveg ókeypis. Það er líka gott að tileinka sér að hrósa einhverri manneskju að minnsta kosti einu sinni á dag og það ætti ekki að vera mikið mál og getur breytt heilum degi fyrir manneskjuna sem þú hrósar.

Til að vera góður í samskiptum þarf maður að kunna að hlusta og vera góður hlustandi. Fólk nennir ekki að hlusta á mann ef maður hlustar ekki sjálfur og gott er að muna setninguna ,,komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig”.

Að lokum vil ég segja að það er fátt eins mikilvægt og góð samskipti og ef þau eru ekki til staðar þá er erfitt að læra. Skólinn er mest til að læra en hann er líka til að undirbúa okkur fyrir lífið og kenna okkur samskipti. Án þeirra væri erfitt að lifa.

 

Þórdís Birta Arnarsdóttir,
8. bekk