AndriÁsgeirHrafnagilsskóli er góður skóli og mér líður vel í honum. Ég hef verið í skólanum síðan ég var 8 ára gamall og mér hefur ávallt liðið vel. Þar eru góðir kennarar og við fáum að vinna fjölbreytt verkefni. Skólinn er einnig fámennur sem er góður kostur. Þrátt fyrir það er ýmislegt sem hægt er að laga. Ekki það að þetta séu þó stórir gallar.

Margt mætti betur fara í mötuneyti skólans. Maturinn mætti vera fjölbreyttari og einnig finnst mér að við unglingarnir mættum oftar fara fyrr í mat. Það er of oft sem maður er alltof svangur í síðasta tíma fyrir mat og það er ekki gott að læra þegar maður er svangur. Það mætti líka að mínu mati sleppa sumu sem boðið er upp á eins og grænmetisbuffinu. Það finnst mér skelfilega vont og get hreinlega ekki kyngt því. Ég væri ekki hissa á því að u.þ.b. 2 -3 ruslapokar af grænmetisbuffi lentu í ruslinu þá daga sem það er í boði. Þar fer mikill matur til spillis!

Það er eitt í viðbót sem ég vil nefna varðandi mötuneytið en það er klukkan. Hún hefur held ég verið vitlaust stillt frá því ég var í 5.bekk. Þetta hefur m.a. haft þau áhrif að ég hef mætt of seint í tíma því ég hef haldið að ég hafi nægan tíma sem reynist síðan ekki rétt. Starfsfókið í matsalnum mætti fylgjast betur með hvort hún sé rétt stillt. Önnur lausn væri t.d. að hafa lágværa bjöllu sem gæfi til kynna þegar 10 mínúta væru í tíma. Það myndi létta á öllum því það er leiðinlegt þegar skólaliðarnir reka á eftir manni.

Á skólalóðinni mættu vera fleiri leiktæki. Ef maður skoðar aðrar skólalóðir sér maður yfirleitt meira úrval af leiktækjum. Það er nóg pláss fyrir allskonar leiktæki t.d. vegasalt, rennibraut og fleira fyrir vestan skólann. Þar voru reyndar fyrir nokkrum árum gamlir turnar sem þurfti að lækka og eru núna bara lítil hús sem ég held að enginn leiki sér í lengur því þau eru óspennandi. Ég man þegar turnarnir stóðu ennþá, þá var gaman að labba yfir brú á milli þeirra.

Þrátt fyrir að Hrafnagilsskóli sé góður skóli er sumt hægt að bæta. Vona ég að það komi t.d. fleiri leiktæki fyrir yngri nemendur á skólalóðina fljótlega. Einnig vona ég að það verði farið að bjóða upp á fjölbreyttara fæði í mötuneytinu og klukkan þar verði stillt rétt.

 

Andri Ásgeir Adolfsson
10. bekk