Mánudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 14:45. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það vatn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Kristínar Sigfúsdóttur og flytja brot af kveðskap hennar.

Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:

  • 0-5 ára – ókeypis
  • 1.-10. bekkur – 600 kr.
  • Þeir sem lokið hafa grunnskóla – 1.200 kr.

Einnig munu nemendur 10. bekkjar selja margnota bökunarpappír, margnota pítsunet og gjafapakkningar sem innihalda kaffi og sælgæti. Enginn posi er á staðnum. Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins.

Allir hjartanlega velkomnir.