Jákvæður skólabragur og jákvætt uppeldi
Í október býður Hrafnagilsskóli og leikskólinn Krummakot foreldrum upp á uppeldisnámsskeið þar sem verkfæri Jákvæðs aga og undirstöður þeirrar uppeldisaðferðar eru kenndar.
Aníta Jónsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir munu sjá um námskeiðið en þær hafa báðar menntað sig í þessum fræðum og hafa öðlast réttindi til að kenna og halda námskeið um Jákvæðan aga.
Námskeiðið verður haldið mánudagana 12. og 19. október kl. 17:00 – 19:00 í stofu 7 í Hrafnagilsskóla. Mikilvægt er að mæta báða dagana.
Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu.
Við vonumst eftir góðri þátttöku og biðjum ykkur að skrá ykkur á námskeiðið á eyðublöð í leikskólanum eða í foreldraviðtölunum í Hrafnagilsskóla.