Kynningarfundur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Miðvikudaginn 23. september verður kynningarfundur kl. 20:00 fyrir foreldra nemenda á unglingastigi og aðra áhugasama. Kennarar á unglingastigi munu kynna breyttar áherslur í íslenskukennslu á unglingastigi og vinnustundir sem er nýleg kennsluaðferð í Hrafnagilsskóla. Erindi frá kennurum standa yfir í 40-50 mínútur og gert er ráð fyrir umræðum og spurningum í lokin. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og taka þátt í uppbyggilegu samræðum um nám og kennslu ungmenna.
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Lilja, Páll, Ása og Hans