Miðvikudaginn 3. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Nemendur yngsta stigs fóru í Leyningshóla og nemendur unglingastigs gengu á Hólafjall. Nemendur á miðstigi völdu á milli þessara tveggja kosta. Það er skemmst frá því að segja að allir sem fóru á Hólafjallið komust upp á brún og létu ekki smávegis vindbelging og nokkra rigningardropa slá sig út af laginu. Það sama má segja um hópinn sem fór í Leyningshólana, þar ríkti gleði og börnin og starfsfólk fóru í alls konar leiki. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessum degi.
Frá Leyningshólum