Þriðjudaginn 26. maí var árlegur UNICEF dagur í Hrafnagilsskóla. Þann dag hreyfa nemendur sig á ýmsa vegu og safna áheitum frá vinum og ættingjum. Peningarnir eru nýttir til að aðstoða börn úti í heimi sem eru hjálparþurfi. Nemendur gátu valið um að bera drumba eða vatnsbrúsa, keyra hjólbörur, fara í þrautabraut, synda, hjóla eða hlaupa. Gaman var að sjá hversu góð þátttakan var og við hlökkum til að færa UNICEF okkar framlag. Við biðjum nemenedur, foreldra og forráðamenn að muna eftir því að skila inn áheitunum til skólans.

Þemadagar, 27. maí 2015 (20) Þemadagar, 27. maí 2015 (15) Þemadagar, 27. maí 2015 (10) IMG_9853 IMG_9845 IMG_9844