Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla var haldin þriðjudaginn 21. apríl. Í upphafi fluttu nemendur 4. bekkjar tónlistaratriði en í vetur hafa þeir æft á hljóðfæri í forskóla Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Síðan tók við leikritið um Bakkabræðurna Gísla, Eirík og Helga og köttinn þeirra. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Allir nemendur á yngsta stigi tóku þátt í sýningunni sem kennarar þeirra stýrðu af krafti.
Hér er tengill á myndir sem teknar voru á generalprufu fyrr um morguninn.
Árshátíðina má svo sjá í heild sinni á youtube.com.