BakkabræðurHátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 21. apríl frá klukkan 14:00—16:00.  Tónlistaratriði verður í flutningi 4. bekkjar og síðan er aldrei að vita nema við hittum Bakkabræðurna Gísla, Eirík og Helga og köttinn þeirra. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.

Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.400 kr. fyrir eldri. Frítt er fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla. Veitingar eru innifaldar í verði. Ágóði af miðasölu og sjoppu rennur í ferðasjóð nemenda og einnig til að greiða lyftugjöld í skíðaferð.

Sjoppan verður opin og þar er hægt að kaupa gos, svala og sælgæti. Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla