Fimmtudaginn 12. mars fór fram Stóra upplestrarkeppnin á Grenivík. Þátttökuskólar voru Hrafnagilsskóli, Valsárskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli. Fulltrúar Hrafnagilsskóla, Kristbjörg Kristjánsdóttir og Birta Rún Randversdóttir, stóðu sig afar vel og voru skólanum sínum til mikils sóma. Birta Rún vann til verðlauna og var í 1. sæti. Kennari miðstigs, Lísbet Patrisía Gísladóttir, sá um að undirbúa nemendur Hrafnagilsskóla fyrir keppnina.