Ferdamennirnir sem villdust á Sprengisandi marga kílometra frá bænum Hólsgerði í Eyjafirðinum þann 16. október fundust í dag heilir á húfi
Ferðamennirnir komu frá Reykjavík og heita Ásta Ólafsdóttir, Auður Óðinsdóttir og Tryggvi Pálsson. Enginn af ferðamönnunum slasaðist illa. Þegar björgunasveitin fann þá á Sprengisandi var aðeins einn af ferðamönnunum slasaður á fæti við létt fall.
Fólkið ætlaði að labba frá Hólsgerði að skála, gista þar og labba sömu leið til baka.
,,Það verður að fara að gera hættur hálendisins ljósar fyrir ferðamönnum“ sagði Gunna Oddsdóttir í viðtali við RUV.
Á síðustu tveimur árum hafa nefnilega yfir 150 ferðamenn villst á hálendinu.
Ásta, sem er ein að ferðamönnunum, sagði einnig að það þurfti að gera vegina skýrari uppi á hálendinu.
Þegar ferðamennirnir höfðu verið búnir að ganga í 5-6 tíma er búist við að þeir hefðu einfaldlega labbað vitlausan veg, þegar þeir áttuðu sig ekki lengur á kortinu sínu bjuggust þeir við að hafa farið rangan veg. Vitanlega reyndu þeir að fara sama veg til baka en þegar það var orðið dimmt fundu þeir ekki þann veg. Þegar klukkan var að verða 11 á nóttu reyndi hópurinn að grafa sér hólu í snjóinn en af því að þeir voru ekki hátt upp í fjallinu reyndist snjórinn ekki nógu djúpur fyrir nægilega stóran helli. Eftir u.þ.b. 1-2 tíma gáfuðst þeir upp á því að grafa nýja og nýja holu, sem alltaf og allstaðar var of grunn, ákváðu þeir að grafa eins djúpt og þeir gátu og bjuggu til eins konar rúm, svo breyddu þeir yfir sig með nokkrum teppum sem þeir höfðu í för með sér. Þannig komust þeir af yfir nóttina. Daginn eftir leituðu þeir vegarins sem þeir voru að koma á deginum á undan en fundu hann hvergi.
,,Við létum systur mína vita að við ætluðum í ferð upp á Sprengisand, og að hún ætti að láta vita ef við mundum ekki hringja eða koma við hjá henni daginn eftir að við fórum.“ Þetta sagði Tryggvi í viðtal við RUV um daginn.
Á þriðja deginum fann björgunasveitin alla heila á húfi, en voru þau rök og köld eftir þessar nætur í óbyggðum.
Fréttamenn RUV vona að þau nái sér öll vel.
Sæunn Emilía Tómasdóttir,
8. bekk