Föstudaginn 19. desember eru litlu jólin í Hrafnagilsskóla frá kl. 10:00-12:00. Skólabílar keyra seinna sem því nemur og koma nemendum heim eftir skemmtunina.

Hjá nemendum í 1. – 7. bekk hefst hátíðin á helgileik nemenda í 4. bekk. Þar á eftir er dansað í kringum jólatré með tilheyrandi söng og sprelli. Allar líkur eru á þvað jólasveinarnir láti eitthvað sjá sig. Þar á eftir fara nemendur inn í heimastofur og jólasveinarnir heimsækja þá og færa þeim jafnvel eitthvað gott.

Nemendur í 8. – 10. bekk fara í heimsókn í Kaupangskirkju. Síðan taka við litlu jólin í heimstofum.
Við hlökkum til að sjá nemendur prúðbúna og fína.
Mánudaginn 5. janúar 2015 er starfsdagur. Nemendur mæta í foreldraviðtöl 6. janúar og skólinn hefst eftir stundaskrá miðvikudaginn 7. janúar.

Engin starfsemi verður í Frístund 19. desember en opið verður fyrir þá nemendur sem eru skráðir í Frístund 6. janúar frá kl. 8:15 – 16:00.

Við sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til endurfunda á nýju ári.

jólalestur í 5. bekk