Kiddi KalliÉg ætla að skrifa um skólastafið í Hrafnagilsslóla. Ég kem sjálfur úr Hafnagilsskóla í Eyjarfjarðarsveit. Hrafnagilsskóli er sveitaskóli og er með í kringum 170 nemendur.

Í Hrafnagilsskóla eru rútur sem sækja börnin og keyra þau í skólann. Hinsvegar búa sumir krakkanna í Hrafnagilshverfinu og ganga þá í skólann.

Hrafnagilsskóli stendur vel fjárhagslega miðað við aðra skóla t.d á Akureyri. Við eigum góðar tölvur og flotta ipada sem nemendur geta notað við lærdóm. Það er líka mjóg góð aðstaða fyrir unglingastigið í frímínútum og í eyðum. Við á unglingastigi getum farið í íþróttasal, spilað borðtennis eða bara sest í sófa, talað saman og hlustað á tónlist í frímínútum. En auðvitað fer hluti peninganna einnig í yngri stigin sem fara alltaf út í frímínútur. Fyrir stuttu voru keyptar nýjar rólur og fyrir nokkrum árum kom sparkvölllur við skólann.

Nemendur í Hrafnagilsskóla eru í kringum 170 eins og áður kom fram. Það finnst mér mjög þægilegur fjöldi. Það eru flestar bekkjardeildir með tæplega 20 nemendur. Þá er bara einn bekkur fyrir hvern árgang. Í hverjum bekk skapast mikil nánd því að við gerum allt saman í skólanum nema þegar það eru valtímar.

Félagsmiðstöðin á unglingastigi er mjög fín. Það eru ekki margir krakkar og það er gott og þægilegt skipulag. Félagsmiðstöðin okkar er í raun bara stórt herbergi sem heitir Hyldýpi. Hyldýpi er staður með sófum, dýnum, hátölurum, fótboltaspili og borðtennisborði. Þar getum við líka verið í frímínútum. Þó að það séu nokkrir hlutir sem ég vildi laga í Hyldýinu, eins og að fá nýja hátalara, þá er þetta bara mjög ástættanlegt eins og þetta er.

Nú erum við 10. bekkur í fjáröflun til að komast til Reykjavíkur í skólaferðalag í vor. Fjáröflun 10. bekkjar síðustu ár hefur alltaf gengið vel og ávallt hafa bekkirnir náð að safna nægum pening. Okkur í 10. bekk hefur gengið mjög vel og notað góðar og fjölbreyttar leiðir í fjáröfluninni. Við tókum til dæmis þátt í  Best stærðfræðikeppni sem skilaði okkur 160 þúsund krónum fyrir að lenda í 2. sæti í keppninni og vera með flottasta bekkjarverkefnið. Við þurfum rúmlega 2 milljónir og þá hefur þessi stærðfræðikeppni gefið okkur 8 % af heildarupphæð.

En það er ekki það eina sem við höfum gert í fjáröflunni. Við höfum líka selt klósettpappír, bakað vöfflur og selt peysur. Við eigum svo eftir að gera margt meira.

Mér finnst skólinn minn vera frábær þó hann sé ekki fullkominn. Það er eitthvað sem ég mundi vilja breyta, en það eru mikið fleiri hlutir sem ég vill ekki breyta. Ég er búinn að vera í Hrafnagilsskóla síðan í 1 bekk og ég mun útskrifast vorið 2015. Tíminn hefur liðið hratt og þetta hafa verið skemmtileg ár. Skólastarfið hér er mjög gott og ég er mjög sáttur með skólann minn.

 

 

Kristján Karl Randversson

10. bekkur