IMG_2204Nú stendur yfir þemavika í Hrafnagilsskóla og þemað þetta ár er jafnrétti. Nemendur fá að velja sér ákveðnar stöðvar með ákveðnu viðfangsefni og vinna skemmtileg og fjölbreytt verkefni út frá því. Krakkarnir á yngsta stigi vinna allir saman í blönduðum hópum og það gera krakkarnir einnig á miðstigi og unglingastigi.

Verkefni eru fjölbreytt eins og áður segir og vinna nemendur meðal annars að skoðanakönnunum, leikþáttum, skoða aðgengi við skólann, greina auglýsingar og tónlistarmyndbönd og fjalla um þekktar persónur sem hafa barist fyrir jöfnum réttindum allra.

Afrakstur þemadaganna verður sýndur á föstudaginn næstkomandi þegar við höldum Dag íslenskra tungu hátíðlegan hér í skólanum. Hátíðin hefst klukkan 13:00 og hvetjum við alla til þess að koma.

Haukur Sindri 10.b