Miðvikudaginn 3. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Þá gengu nemendur yngsta stigs og nokkrir af miðstigi frá Hvammi, í gegnum Hvammsskóg og yfir í Kjarnaskóg. Meirihluti nemenda af miðstigi og allir á unglingastigi gengu hins vegar upp að Hraunsvatni. Þar skiptist hópurinn, flestir gengu í kringum vatnið en hluti nemenda veiddi í vatninu. Það er skemmst frá því að segja að báðar ferðir tókust mjög vel, veðrið lék við nemendur og starfsfólk og allir komu heim hressir í bragði. Meðfylgjandi er myndir úr ferðunum.

Myndir frá gönguferð að Hraunsvatni