Síðasta föstudag tóku nemendur þátt í UNICEF-hreyfingunni. Þeir byrjuðu á að safna áheitum næstu daga á undan og gerðu svo sitt allra besta til að safna sem flestum límmiðum með því að leysa sem flestar hreyfiþrautir í 80 mínútur. Veðrið lék við okkur og sumir höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti dagurinn í skólanum. Í þessari viku eru nemendur svo að safna saman áheitunum og skila í skóla en einngi er hægt að leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef betur hentar.