IMG_7596Upplestrarkeppni Hrafnagilsskóla var haldin miðvikudaginn 12. febrúar. Þar eru valdir tveir aðalfulltrúar og tveir til vara fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer 13. mars í Þelamerkurskóla.

Nemendur 7. bekkjar stóðu sig afar vel og erfitt var að velja á milli þeirra. Kolbrá Brynjarsdóttir og Sæunn Emilia Tómasdóttir voru valdar sem fulltrúar skólans en Tjörvi Jónsson og Sólveig Lilja Einarsdóttir sem varamenn. Dómarar voru María Gunnarsdóttir, Margrét B. Aradóttir og Sveinn Sigmundsson og þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina. Nemendum 7. bekkjar og vinningshöfum óskum við til hamingju með flotta hátíð og glæsilega frammistöðu.